Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Thorlacius (Hallgrímsson)

(21. jan. 1820–15. dec. 1878)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hallgrímur Thorlacius að Hrafnagili og kona hans Guðrún Magnúsdóttir prests að Hrafnagili, Erlendssonar. Faðir hans sendi hann fyrst til Kh., og byrjaði hann þar á skólanámi, var síðan hjá síra Jóni „lærða“ Jónssyni í Dunhaga, tekinn í Bessastaðaskóla 1842, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847, með 2. einkunn (64 st.).

Vígðist 5. sept. s.á. aðstoðarprestur föður síns, en var vikið frá prestskap 1855 í málaferlum nokkurum. Fekk Fagranes 9. ág. 1868, Reynistaðarklaustursprestakall 17. febr. 1871 og hélt til æviloka. Bjó á Hafsteinsstöðum. Talinn sæmilegur í prestsverkum.

Kona (12. okt. 1853): Guðrún (f. 10. jan. 1831, d. 8. febr. 1918) Jónasdóttir hreppstjóra í Garðsvík, Sigfússonar Bergmanns, orðlögð merkiskona.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún Ólöf átti síra Friðrik Bergmann í Wp., Anna átti Grönvold yfirkennara að Hamri í Noregi, Elín fór til Vesturheims, síra Hallgrímur í Glaumbæ (Vitæ ord. 1847; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.