Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Teitsson
(– – maí 1779)
Prestur,
Foreldrar: Síra Teitur Pálsson á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1733, stúdent 20. apr. 1736, vígðist 7. maí 1739 aðstoðarprestur síra Hjalta Þorsteinssonar að Vatnsfirði, en 1738 vildi byskup ekki vígja hann vegna vanþekkingar, fekk prestakallið 1741, eftir síra Hjalta (konungsstaðfesting 20. maí 1746), og hélt til æviloka, varð prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1. dec. 1762, sagði því starfi af sér 14. sept. 1772, enda hafði byskup áminnt hann fyrir vanrækslu í þessu efni.
Hann þókti lítill lærdómsmaður, en fær að öðru leyti heldur góðan vitnisburð í skýrslum Harboes, átti allgott bókasafn, en lítið bú, enda lítill búmaður og lengstum heilsuveill.
Kona (1740). Ingibjörg (f. 1715, d. 21. febr. 1807) Markúsdóttir sýslumanns í Ögri, Bergssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður átti síra Illuga Jónsson á Kirkjubóli í Langadal, Elín (blind og holdsveik, d. bl.), Ástríður átti Ólaf í Hjarðardal Erlendsson sýslumanns, Ólafssonar, síra Markús í Görðum á Álptanesi (HÞ.; SGrBf.).
Prestur,
Foreldrar: Síra Teitur Pálsson á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1733, stúdent 20. apr. 1736, vígðist 7. maí 1739 aðstoðarprestur síra Hjalta Þorsteinssonar að Vatnsfirði, en 1738 vildi byskup ekki vígja hann vegna vanþekkingar, fekk prestakallið 1741, eftir síra Hjalta (konungsstaðfesting 20. maí 1746), og hélt til æviloka, varð prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1. dec. 1762, sagði því starfi af sér 14. sept. 1772, enda hafði byskup áminnt hann fyrir vanrækslu í þessu efni.
Hann þókti lítill lærdómsmaður, en fær að öðru leyti heldur góðan vitnisburð í skýrslum Harboes, átti allgott bókasafn, en lítið bú, enda lítill búmaður og lengstum heilsuveill.
Kona (1740). Ingibjörg (f. 1715, d. 21. febr. 1807) Markúsdóttir sýslumanns í Ögri, Bergssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður átti síra Illuga Jónsson á Kirkjubóli í Langadal, Elín (blind og holdsveik, d. bl.), Ástríður átti Ólaf í Hjarðardal Erlendsson sýslumanns, Ólafssonar, síra Markús í Görðum á Álptanesi (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.