Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Teitsson

(15. júní 1852–19. janúar 1920)

. Skáld.

Foreldrar: Teitur Jónsson í Vallarhjáleigu í Flóa og kona hans Kristín Magnúsdóttir í Miðfelli, Einarssonar. Bjó sem þurrabúðarmaður í Beinateig og á Brún í Stokkseyrarhreppi og stundaði margs konar vinnu til sjós og lands. Skáldmæltur vel og hraðkvæður, orti við margvísleg tækifæri. Ýmsar stökur hans eru þjóðkunnar (nokkrar prentaðar í Íslenzkri fyndni). Bjó með Karítas Árnadóttur í Ártúnum, Magnússonar, Börn þeirra: Ólafía Kristrún átti Bjarna í Reykjavík Benediktsson frá Meðalholtum í Flóa, Karl Frímann sjómaður í Hafsteini á Stokkseyri (Bergsætt, Rv. 1932) (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.