Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sæmundsson

(um 1592–7. nóv. 1635)

Sýslumaður.

Foreldrar: Sæmundur sýslumaður Árnason að Hóli í Bolungarvík og kona hans Elín Magnúsdóttir sýslumanns prúða, Jónssonar. Hann var til mennta settur og fór 1615 til Kh., þótt ekki væri skráður í stúdentatölu, en samsumars sór hann eið á alþingi fyrir kvenmann (Alþb. Ísl. IV). Hann var sýslumaður í Barðastrandarsýslu frá 1625 fram á árið 1633, bjó á Sæbóli á Ingjaldssandi til 1629, síðan að Hóli í Bolungarvík.

Hann þókti höfðingi. Hann þýddi bænir úr latínu og þýzku (handrit í ÍB. 500, 8vo.).

Kona (24, sept. 1620, kaupmáli 8. sept. 1619). Sigríður (f. 1601, d. 22. okt. 1672) Þorleifsdóttir í Búðardal, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Helga óg. og bl., Björn, Árni að Hóli í Bolungarvík, Sigmundur (d. 1656), Sæmundur lögsagnari (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.