Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sæmundsson

(1718–1. febr. 1780)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sæmundur Magnússon í Miklabæ og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir lögréttumanns á Flugumýri, Steingrímssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1737, stúdent 1742, var fyrst hjá Gísla rektor (síðar byskupi) Magnússyni, en frá 1743 í þjónustu síra Finns officialis Jónssonar (síðar byskups), fekk Þingvöllu 3. okt. 1745, vígðist 19. júní 1746, átti að vísu s. á. of snemma barn með konu sinni, en fekk amtmannsleyfi 9. nóv. s.á. til þess að gegna preststörfum áfram á sama stað, þangað til hann fengi uppreisn, og er hún dags. 17. nóv. 1747, með leyfi til að halda sama prestakalli, og það hélt hann til æviloka, drukknaði í Þingvallavatni. Hann var vel gefinn maður, skáldmæltur (sjá Lbs.), vinsæll, orðlagður hestamaður. Um hann er hin alkunna vísa: Síra Magnús settist upp á Skjóna o. s. frv. (sjá FJ. á Kerseyri: Minnisblöð, Ak. 1945).

Kona (1746): Ragnhildur (d. 1754) Magnúsdóttir á Brennisstöðum, Jónssonar yngra í Einarsnesi.

Börn þeirra: Síra Guðmundur að Hrepphólum, Guðrún, d. 1766, óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.