Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sæbjörnsson

(9. dec. 1871–22. nóv. 1924)

Læknir.

Foreldrar: Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir að Brekku í Fljótsdal, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1886, stúdent 1892, með 1. einkunn (94 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í júní 1903, með 2. einkunn betri (1491 st.). Fekk Flateyjarhérað 11. sept. 1903 og hélt til æviloka.

Kona (15. okt. 1900): Anna Frederikke (f. 21. ág. 1869, d. 1. jan. 1922), dóttir Niels smiðs Nielsens í Holbæk á Sjálandi, ekkja Hansens nokkurs, dansks manns.

Börn þeirra: Sæbjörn læknir í Ólafsvík, Hlíf (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.