Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sveinsson

(1699–29. júlí 1776)

Prestur.

Foreldrar: Sveinn Jónsson að Svínafelli og s.k. hans Guðlaug Högnadóttir prests í Einholti, Guðmundssonar. Ólst upp og lærði hjá móðurbróður sínum, síra Sigurði í Einholti, stúdent úr Skálholtsskóla, vildi síra Sigurður fá hann til aðstoðarprests 1722, en Jón byskup Árnason vísaði honum frá vegna vanþekkingar, fullkomnaði hann sig síðan í námi næsta vetur, vígðist síðan 7. nóv. 1723 aðstoðarprestur að Einholti, fekk Meðallandsþing 8. nóv. 1727, Reynisþing 21. okt. 1748, Stóra Dal 22. maí 1756, í skiptum við síra Daða Guðmundsson, lét þar af prestskap og afhenti lénsjörðina Miðmörk 25. júlí 1774. Í skýrslum Harboes fær hann mjög lélegan vitnisburð.

Kona: Þórunn yngri Björnsdóttir lögréttumanns í Skaftafellsþingi, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður í Miklaholti, Björn í Syðstu Mörk, Sveinn að Tjörnum, Guðmundur drukknaði í Krossá, Ólöf s. k. Erlends Sigurðssonar að Sperðli í Landeyjum, Þórdís átti Jón Högnason að Tjörnum; sumir nefna og Bjarghildi, bústýru síra Þorleifs Bjarnasonar í Reykholti (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.