Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Svartsson

(– –um 1606–7)

Prestur. (Gæti verið sonur síra Svarts Árnasonar á Ríp, komið að norðan með Oddi byskupi Einarssyni). Kemur við skjal í Skálholti 12. maí 1590, þá óvígður, orðinn prestur 19. júlí s. á., hefir þjónað Síðumúlaog Norðtungusóknum 1590–2, orðið 1592 aðstoðarprestur síra Bergs Magnússonar að Ofanleiti, heimilisprestur í Snóksdal (eða prestur í Miðdalaþingum) um 1594–1602, fekk Breiðabólstað á Skógarströnd 1602 og hélt til æviloka, um áramótin 1606–7.

Kona: Hildur Einarsdóttir að Sturlureykjum, Ásmundssonar.

Börn þeirra talin: Þorsteinn, Guðrún, Ingigerður, Anna átti Einar Jónsson á Ytra Fa 460 Rauðamel. Launsonur Hildar (konu síra Magnúsar) talinn: Gísli, vann hjá kaupmanni í Rifi (JH. Prest.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.