Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Stephensen (Ólafsson)

(27. dec. 1762–17. mars 1833)

Dómstjóri.

Foreldrar: Ólafur stiftamtmaður Stefánsson í Viðey og kona hans Sigríður Magnúsdóttir amtmanns, Gíslasonar. Faðir hans hélt kennara heima til þess að kenna sonum sínum, en síðast var Magnús að námi hjá Hannesi byskupi Finnssyni, stúdent utanskóla 1779, með ágætum vitnisburði, var í Skálholti næsta Vetur til fullkomnara viðbúnaðar, fór utan 1781, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. dec. s.á., með 1. einkunn, tók próf í heimspeki 1782, með 1. einkunn. Samkvæmt konungsúrskurði 25. sept. 1783 var hann sendur með Levetzow það haust til Íslands til að rannsaka Skaftárelda, kom til Kh. næsta haust, hafði í fjarveru sinni 1. apríl 1784 verið gerður að skrifara í rentukammeri. Með úrskurði konungs frá 1785 varð hann erindreki konungs í sölu Skálholtsstólseigna, kom aftur til Kh. sama haust, tók lagapróf 7. maí 1788, með 1. einkunn í báðum prófum, varð varalögmaður norðan og vestan 23. s. m., varð lögmaður að fullu og öllu 19. ág. 1789, settur einnig landfógeti 31. júlí 1793–I1. okt. 1795, var skipaður í nefnd um skóla- og dómaskipan landsins 12. dec. 1799, dómstjóri í landsyfirdómi 11. júlí 1800 til æviloka, settur stiftamtmaður eftir brottför Jörgens Jörgensens 22. ág. 1809–6. júní 1810, jústitsráð 27. júní 1800, etatsráð 17. ág. 1808, konferenzráð 19. apr. 1816, dr. jur. í háskólanum í Kh. 6. apr. 1819. Bjó fyrst að Leirá, síðan að Innra Hólmi, síðast í Viðey, sem hann keypti, og andaðist þar. Formaður lestrarfélags Suðurlands frá 1796.

Hann veitti forstöðu landsuppfræðingarfélaginu frá 1796 og hafði brátt eftir það umráð þeirrar einu prentsmiðju, sem var í landinu, er þær voru settar í einn stað, Eftir hann liggur á prenti: „Kort Beskrivelse over den nye Vulkans Tldsprudning“, Kh. 1785 (einnig á þýzku í: Eggers: Philosophische Schilderung, Altona 1786); útfm. Hannesar Finnssonar (sorgarþankar), 1796; „Skemmtileg vinagleði“, Leirárg. 1797; „Lagaðir Krossskólasálmar Jóns Einarssonar“, sst. 1797; „Islands alm. Ansögning“, 1797; „Forsvar for Islands fornærmede Ovrighed“, Kh. 1798–1818; „Hjálpræði í neyð“, Leirárg. 1802; sá um Heimskringlu Sn. St. 1804; Eftirmæli 18. aldar, Leirárg. 1806 (sama rit á dönsku, Kh. 1808); útfm. Sigríðar Magnúsdóttur Stephensens, Leirárg. 1806; Tilskipanasafn frá 1807; „Hugvekja til góðra innbúa' “, Kh. 1808; „De til Menneskefgde brugelige Tangarter“, Kh. 1808; „Instrúx fyrir hreppstjóra“, Leirárg. 1810; „Hentug handbók“, Leirárg. 1812; „Klausturpósturinn“ 1818–26; „Athugavert við sættastiftanir“, Viðey 1819; „Commentatio de legibus“, Kh. 1819; „Síðustu vers“, Viðey 1820; „Ræður Hjálmars á Bjargi“, Viðey 1820; „Rannsókn Íslands gildandi laga um legorðsmál“, Viðey 1821; útfm. Stefáns amtmanns Stephensens, Viðey 1822; „Útvaldar smásögur“, Viðey 1822–3; „„Forelöbigt Svar“, Viðey 1826; „Svar paa „.. fornærmelige Angreb“, Viðey 1826–T; útfm. Ragnheiðar Scheving, Viðey 1827; „Til Íslendinga“, Viðey 1827; útfm. Sigríðar Stefánsd. Stephensens, Viðey 1828; Grafminningar og erfiljóð, Viðey 1842; Ljóðmæli 1842; Uddrag af M. St. Dagbog 1808, Kh. 1892 (í Museum, Tidsskr. f. Hist. og Geogr.); Ferðarolla (í Sunnanfara VIII–X); brot úr ævisögu hans eftir sjálfan hann er í Tímar. bmf. IX, Bréf (safn fræðafélags 1824).

Hann sá og að mestu um aldamótasálmabókina (Messusöngsog sálmabók), sem notuð var 1801– 71, með viðbæti 1819, og hafði umsjá með öllu, sem prentað var í prentsmiðju landsins um daga hans. Í trúarbrögðum er hann frömuður skynsemitrúar, í hegningardómum mildari refsinga. Í handritum í Lbs. eru varðveittar eftir hann ritgerðir (og uppköst) í lögum (Anordning for Fattigvæsenet, tillögur um hreppstjórn, Ljóstollur, Vegleiðsla fyrir sættanefndir, tillögur um þurfamannamálefni o. fl.), um sálmabókina o. fl., og allmargt sendibréfa.

Kona (11. sept. 1788): Guðrún (d. 12. júlí 1832) Vigfúsdóttir sýslumanns Schevings.

Börn þeirra: Ólafur dómsmálaritari í Viðey, Þórunn átti síra Hannes Stephensen að Ytra Hólmi (Lbs. 48, fol.; Safn TI; Ný félagsrit VI; Tímar. bmf. ITI; Sunnanfari XI; Skólablaðið, 7. og 8. árg.; Skírnir 1933; Ísl. sagnaþ. (Þjóðólfs) I; HÞ.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.