Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Stephensen (Stefánsson)
(13. jan. 1797–15. apríl 1866)
Sýslumaður.
Foreldrar: Stefán amtmaður Stephensen og f.k. hans Marta María Diðriksdóttir kaupmanns Hölters. Stúdent úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni 1816, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1816–17, með 2. einkunn, próf í lögfræði 13. apr. 1821, með 2. einkunn í báðum prófum. Settur sýslumaður í Skaftafellsþingi 22. sept. 1823, fekk sýsluna 10. maí 1825, bjó þar að Höfðabrekku. Fekk Rangárþing 9. apr. 1844, bjó þar fyrst í Fljótsdal, síðar í Vatnsdal, fekk lausn 6. dec. 1857. Varð kammerráð 16. maí 1850, jústitsráð 6. dec. 1857. Var 2. þjóðfm. Rang. 1851.
Kona (6. maí 1828): Margrét (d. 18. jan. 1866) Þórðardóttir prests að Felli í Mýrdal, Brynjólfssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti síra Þorvald aðstoðarprest Stephensen á Torfastöðum, Sigríður f. k. síra Jóns Jónssonar að Hofi í Vopnafirði, Þórunn óg. og bl., Magnús landshöfðingi, Marta María Katrín Jóhanna óg. og bl., Elín í. k. Theodórs amtmanns Jónassens, Stefán umboðsmaður á Akureyri (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).
Sýslumaður.
Foreldrar: Stefán amtmaður Stephensen og f.k. hans Marta María Diðriksdóttir kaupmanns Hölters. Stúdent úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni 1816, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1816–17, með 2. einkunn, próf í lögfræði 13. apr. 1821, með 2. einkunn í báðum prófum. Settur sýslumaður í Skaftafellsþingi 22. sept. 1823, fekk sýsluna 10. maí 1825, bjó þar að Höfðabrekku. Fekk Rangárþing 9. apr. 1844, bjó þar fyrst í Fljótsdal, síðar í Vatnsdal, fekk lausn 6. dec. 1857. Varð kammerráð 16. maí 1850, jústitsráð 6. dec. 1857. Var 2. þjóðfm. Rang. 1851.
Kona (6. maí 1828): Margrét (d. 18. jan. 1866) Þórðardóttir prests að Felli í Mýrdal, Brynjólfssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti síra Þorvald aðstoðarprest Stephensen á Torfastöðum, Sigríður f. k. síra Jóns Jónssonar að Hofi í Vopnafirði, Þórunn óg. og bl., Magnús landshöfðingi, Marta María Katrín Jóhanna óg. og bl., Elín í. k. Theodórs amtmanns Jónassens, Stefán umboðsmaður á Akureyri (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.