Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Stephensen (Magnússon)

(18. okt. 1836–3. apríl 1917)

Landshöfðingi.

Foreldrar: Magnús sýslumaður Stephensen í Vatnsdal og kona hans Margrét Þórðardóttir prests að Felli í Mýrdal, Brynjólfssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1849, stúdent 1855, með 1. eink. (94 st.). Tók próf í háskólanum í Kh. í lögfræði 4. júní 1862, með 1. einkunn í báðum prófum (131 st.). Vann frá 1863 í hinni ísl. stjórndeild í Kh., varð aðstoðarmaður þar 8. maí 1865.

Settur yfirdómari í landsyfirdómi 19. ágúst 1870, fekk það embætti 13. apr. 1871, var jafnframt settur amtmaður í Suður- og Vesturamti 1. maí 1883–10. apr. 1886. Varð landshöfðingi 10. apr. 1886, fekk lausn 8. jan. 1904. R. af dbr. 24. maí 1877, dbrm. 24. febrúar 1887, komm.? af dbr. 8. apr. 1891, s. á. r. af fr. heiðursfylk., komm.! af dbr. 24. apr. 1901, stórkr. af dbr. 27. apr. 1904. Kkj. þm. 1877–86, 2. þm. Rang. 1903–7.

Endurskoðandi landsreikn. 1876–86, í stjórn Lbs. 1877–86, forseti Reykjavíkurdeildar h. ísl. bmf. 1877–84 og heiðursfélagi þar. Ritstörf: (með öðrum): Skýrslur um landshagi, Tíðindi um stjórnmálefni Íslands 1, 1870, Lögfræðileg formálabók, Rv. 1886, og Lagasafn handa alþýðu, Rv. 1888–92; Efnisyfirlit stjórnartíðinda, Rv. 1906, alþingistíðinda, Rv. 1908. Auk þessa eru eftir hann greinir í Tímar. bmf. og Skírni.

Kona (18. okt. 1878): Elín (f. 13. sept. 1856, d. 15. júlí 1933) Jónasdóttir sýslumanns í Eskifirði, Thorstensens.

Börn þeirra: Margrét s.k. Guðmundur landlæknis Björnssonar, Ragna kennari í Rv., Magnús verzlm. (drukknaði 1916), Ásta f.k. Magnúsar bankastjóra Sigurðssonar, Elín átti Júlíus kaupm. (Stefánsson) Guðmundsson, Jónas stúdent (d. 1914), Sigríður átti Þórhall stúdent og skrifstofum. Árnason í Rv. (Tímar. bmf. 1882; Sunnanfari III; KlJ. Lögfr.; Skírnir 1923).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.