Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Stefánsson

(12. dec. 1884–25. júlí 1942)

. Skáld. Foreldrar: Stefán (d. 25. maí 1887, 55 ára) Árnason í Kverkártungu á Langanesströndum og kona hans Ingveldur (d. 9. maí 1925, 74 ára) Sigurðardóttir á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá, Jónssonar. Ólst upp með móður sinni á Þorvaldsstöðum á Langanesströndum. Gagnfræðingur í Flensborg 1908; lauk kennaraprófi í Rv. 1909. Var þá eitt ár kennari í átthögum sínum. Sýsluskrifari í Vestmannaeyjum 1910–19 og við verzlun þar nokkru síðar, en átti annars lengst af heima í Hafnarfirði, til æviloka; stundaði verzlun, vegavinnu o. fl. Kvæði eftir hann birtust fyrst á prenti í Eimreiðinni 1920; tók hann sér þá rithöfundarnafnið Örn Arnarson og notaði það síðan. Ritstörf: Tllgresi (ljóð), Rv. 1924; ný útgáfa, aukin, Rv. 1942; 3. útg., Rv. 1949; Rímur af Oddi sterka, Rv. 1936; auk þess kvæði í tímaritum og blöðum.

Ókv., bl. (Br7.; Æviágrip aftan við Tllgresi, 1942).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.