Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Snæbjarnarson

(16. dec. 1705–16. mars 1783)

Prestur.

Foreldrar: Snæbjörn (Mála-Sn.) Pálsson á Sæbóli á Ingjaldssandi og kona hans Kristín Magnúsdóttir digra í Vigur, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 11. apr. 1724, fekk amtmannsveiting fyrir Söndum 8. júní 1735, en Jón byskup Árnason vildi ekki vígja hann að sinni, vegna hluttöku hans í málum föður hans fyrrum, með konungsbréfi 14. okt. 1735 var lagt fyrir byskup að vígja hann, og fór vígslan fram 5. ág. 1736, og hélt hann Sanda til æviloka, varð prófastur í allri Ísafjarðarsýslu 19. júlí 1741, en í vesturhlutanum frá 1762 til æviloka. Hann fær góðan vitnisburð í skýrslum Harboes, var hann og mikilhæfur og vel að sér, en drykkfelldur í meira lagi.

Kona (1737): Helga (d. 25. dec. 1780) Jónsdóttir prests á Söndum, Tómassonar. Af börnum þeirra komst upp: Þorkatla átti síra Jón Ásgeirsson í Holti í Önundarfirði (Ann bmf.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.