Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sigurðsson

(um 1642–1713)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Magnússon að Auðkúlu og kona hans Guðríður Egilsdóttir að Geitaskarði, Jónssonar. Vígðist 4. apr. 1670 prestur að Reynistaðarklaustri, fekk Bergsstaði 8. júlí 1680 og hélt til æviloka. Hann hóf aftur hina fornu deilu við Stafnsmenn um Fossárdal og stóð frá 1688–96, en alþingi 1696 dæmdi Bergsstaðakirkju hálfan dalinn.

Kona 1 (kaupmáli 30. mars 1676): Steinunn Skúladóttir prests í Goðdölum, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður aðstoðarprestur í Goðdölum, síra Markús að Upsum, Sigfús að Skinþúfu í Vallhólmi, Björn fór utan með Hollendingum og kom eigi aftur, Arnþrúður (átti launson, er Gunnar hét), Sesselja óg.

Kona 2: Ólöf (f. um 1665) Jónsdóttir. Dóttir þeirra: Steinunn átti Eirík Jónsson í Núpsdalstungu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.