Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sigurðsson

(um 1640–7. mars 1706)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður Björnsson frá Laxamýri, Magnússonar, og kona hans Steinvör Magnúsdóttir prests og skálds að Laufási, Ólafssonar. Fekk Undornfell 1670, vígðist 2. okt. s.á. (fógetaveiting 11. júlí 1671), fekk Kvíabekk 1673, í skiptum við síra Magnús Einarsson og hélt til æviloka. Hann var búsýslumaður mikill, hagsýnn og nokkuð harðdrægur.

Kona: Valgerður (f, um 1635) Ásgrímsdóttir skálds í Höfða, Magnússonar.

Börn þeirra: Gísli stúdent og skáld, Benedikt sýslumaður og skáld Beck, Margrét átti Svein klausturhaldara Torfason að Munkaþverá (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.