Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sigurðsson

(5. sept. 1805 [1807, Bessastsk. og Vita] – 12. júní 1858)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Sigurðsson að Auðkúlu og f.k. hans Rósa Magnúsdóttir í Myrkárdal, Jónssonar (prests að Myrká, Ketilssonar). F. á Völlum í Svarfaðardal. Lærði hjá föður sínum og síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli. Tekinn í Bessastaðaskóla 1829, stúdent 1836, með heldur lélegum vitnisburði. Bjó að Vindási í Kjós árið 1837–8, fekk Þönglabakka 11. dec. 1839, vígðist 21. júní 1840, Eyjadalsá 20. febr. 1844, en Gilsbakka 13. maí 1844, í skiptum við síra Halldór Björnsson, og hélt til æviloka.

Kona 1 (1837): Guðrún (d. að andvanafæðingu tvíbura 1838) Árnadóttir prests að Tjörn í Svarfaðardal, Snorrasonar.

Kona 2 (24. sept. 1842): Guðrún (f. 7. júlí 1825, d. 26. apr. 1860) Pétursdóttir hreppstjóra að Miðhópi, Péturssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Björn smiður í Dýrafirði, Jón drukknaði ókv., Guðrún átti fyrr Davíð Davíðsson á Háreksstöðum, síðar Vilhjálm Sigurðsson, Sigurður Jónas organleikari fór til Vesturheims. Guðrún ekkja síra Magnúsar bjó á Bjarnastöðum, átti son, Benóný, með ráðsmanni sínum (Þorsteini Sigurðssyni) og dó að þeim barnsburði (Bessastsk.; Vitæ ord. 1839; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.