Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sigurðsson

(3. júlí 1846–18. júní 1925)

Bóndi, kaupmaður.

Foreldrar: Sigurður Jóhannesson að Torfufelli og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir hreppstjóra að Öxnafelli, Árnasonar. Nam fyrst trésmíðar, síðan sjómannafræði og stundaði sjómennsku nokkur ár á skipi einu, sem hann hafði keypt með öðrum. Setti bú á Grund í Eyjafirði 1874 og bjó þar síðan orðlögðum myndarbúskap að jarðabótum og hýsingu alls konar, setti jafnframt upp verzlun, og dafnaði hvort tveggja, búskapur og verzlun, ár frá ári. Var stuðningsmaður ýmissa framfarafyrirtækja, gaf stórfé til almenningsþarfa, setti upp kirkju mikla á Grund af nýju á sjálfs sín kostnað. Var einn hinn mesti skörungur af bændum á síðari áratugum. R. af dbr. og af fálk, Verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda.

Kona 1 (1875): Guðrún Þórey (d. 1918) Jónsdóttir á Gilsbakka í Eyjafirði Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Aðalsteinn (dó þrítugur), Jónína átti Ólaf kaupmann G. Eyjólfsson í Rv., Valgerður átti Hólmgeir Þorsteinsson að Hrafnagili.

Kona 2 (1924); Margrét (f. 1889) Sigurðardóttir á Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, Bjarnasonar.

Dóttir þeirra: Aðalsteina (Óðinn XXI; Br7.; Verzltíð., 8. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.