Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Sigurðsson
(14. jan. 1880 – 27. okt. 1947)
. Bankastjóri. Foreldrar: Sigurður (d. 8. ág. 1901, 51 árs) Magnússon kaupmaður í Rv. og kona hans Bergljót (d. 1. ág. 1915, 59 ára) Árnadóttir á Bakka í Vallhólmi, Gíslasonar. Stúdent í Rv. 1901 með 1. eink. (97 st.).
Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 14. júní 1906 með 1. einkunn (129 st.). Varð yfirréttarmálaflutningsmaður í Rv. 28. jan. 1907; settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 10. júní–31. okt. 1908; jafnframt bæjarstjóri þar um tíma. Settur bankastjóri við landsbanka Íslands 19. jan. 1917; skipaður 31. dec. 1917 og gegndi því embætti til æviloka. Átti sæti í rannsóknarnefnd á landsbankann, er skipuð var 1. okt. 1909.
Formaður Landsspítalanefndar frá 1917; í landkjörstjórn frá 1922 til æviloka, einnig í orðunefnd frá 1932; einn af stofnendum „ Fiskifélags Íslands 1911; heiðursfélagi þess 20. febr. 1936; átti lengi sæti á fiskiþingi; formaður í Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda frá stofnun þess 1932 og til æviloka. Formaður „ Viðskiptanefndar (síðar samninganefndar – utanríkisviðskipta) frá stofnun 1940 til æviloka; fulltrúi Íslands í „Tveggjamannanefndinni“ framan af síðari heimsstyrjöldinni. Fulltrúi Íslands á stofnfundi alþjóðahjálparstofnunarinnar (UNRA) í Atlantic City í nóv. 1943, og aðalfulltrúi í ráði þeirrar stofnunar; formaður í sendinefnd á alþjóðafjármálaráðstefnu í Bretton Woods 1944; fulltrúi Íslands í bankaráði alþjóðabanka hinna sameinuðu þjóða 13. febr. 1946. Str. af fálk. 26. júní 1930; str. af fálk. 1. dec. 1930; st.kr. af fálk, 1942; r. af dbr. 1935; komm. af norsku St. Ólafs orðunni 1935; komm.! af sænsku Vasaorðunni 1938.
Lézt á ferðalagi í Genova. Kona 1 (18. febr. 1909): Ástríður (d. 25. apríl 1933, 49 ára) Magnúsdóttir landshöfðingja Stephensens. Börn þeirra: Elín átti Guðmund bankafulltrúa Ólafs, Magnús Vignir skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Bergljót tannlæknir í Kh., María átti Sverri stórkaupm, Briem í Rv., Ragna, Svava átti Jóhann Rönning rafmagnsfræðing í Rv., Sigurður lyfjafræðingur, Ásta Sylvía (d. 1941), Jón gjaldkeri í Rv. Kona 2 (11. maí 1935): Margrét (f. 26. júní 1891) Stefánsdóttir í Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, Jónssonar; þau bl. (Agnar Kl. J.: Lögfræðingatal).
. Bankastjóri. Foreldrar: Sigurður (d. 8. ág. 1901, 51 árs) Magnússon kaupmaður í Rv. og kona hans Bergljót (d. 1. ág. 1915, 59 ára) Árnadóttir á Bakka í Vallhólmi, Gíslasonar. Stúdent í Rv. 1901 með 1. eink. (97 st.).
Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 14. júní 1906 með 1. einkunn (129 st.). Varð yfirréttarmálaflutningsmaður í Rv. 28. jan. 1907; settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 10. júní–31. okt. 1908; jafnframt bæjarstjóri þar um tíma. Settur bankastjóri við landsbanka Íslands 19. jan. 1917; skipaður 31. dec. 1917 og gegndi því embætti til æviloka. Átti sæti í rannsóknarnefnd á landsbankann, er skipuð var 1. okt. 1909.
Formaður Landsspítalanefndar frá 1917; í landkjörstjórn frá 1922 til æviloka, einnig í orðunefnd frá 1932; einn af stofnendum „ Fiskifélags Íslands 1911; heiðursfélagi þess 20. febr. 1936; átti lengi sæti á fiskiþingi; formaður í Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda frá stofnun þess 1932 og til æviloka. Formaður „ Viðskiptanefndar (síðar samninganefndar – utanríkisviðskipta) frá stofnun 1940 til æviloka; fulltrúi Íslands í „Tveggjamannanefndinni“ framan af síðari heimsstyrjöldinni. Fulltrúi Íslands á stofnfundi alþjóðahjálparstofnunarinnar (UNRA) í Atlantic City í nóv. 1943, og aðalfulltrúi í ráði þeirrar stofnunar; formaður í sendinefnd á alþjóðafjármálaráðstefnu í Bretton Woods 1944; fulltrúi Íslands í bankaráði alþjóðabanka hinna sameinuðu þjóða 13. febr. 1946. Str. af fálk. 26. júní 1930; str. af fálk. 1. dec. 1930; st.kr. af fálk, 1942; r. af dbr. 1935; komm. af norsku St. Ólafs orðunni 1935; komm.! af sænsku Vasaorðunni 1938.
Lézt á ferðalagi í Genova. Kona 1 (18. febr. 1909): Ástríður (d. 25. apríl 1933, 49 ára) Magnúsdóttir landshöfðingja Stephensens. Börn þeirra: Elín átti Guðmund bankafulltrúa Ólafs, Magnús Vignir skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Bergljót tannlæknir í Kh., María átti Sverri stórkaupm, Briem í Rv., Ragna, Svava átti Jóhann Rönning rafmagnsfræðing í Rv., Sigurður lyfjafræðingur, Ásta Sylvía (d. 1941), Jón gjaldkeri í Rv. Kona 2 (11. maí 1935): Margrét (f. 26. júní 1891) Stefánsdóttir í Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, Jónssonar; þau bl. (Agnar Kl. J.: Lögfræðingatal).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.