Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Sigurðsson

(1. sept. 1769 [2. sept. 1768, Vita] – 5. dec. 1812)

Prestur,

Foreldrar: Síra Sigurður Magnússon í Miklaholti og kona hans Karítas Bjarnadóttir stúdents að Móeiðarhvoli, Þórðarsonar. F. að Hraungerði í Flóa. Var í Skálholtsskóla veturinn 1783–A, tekinn í Reykjavíkurskóla 1786, stúdent 31. maí 1788, með mjög góðum vitnisburði, var þá 1 ár hjá foreldrum sínum, var síðan skrifari Sigurðar byskups Stefánssonar að Hólum í 4 ár, fekk 18. júlí 1792 Miklaholt, við uppgjöf föður síns, vígðist 2. júní 1793 og tók við staðnum 18. s. m. (konungsstaðfesting 28. nóv. 1794) og hélt til æviloka. Hann var vel gefinn maður, merkur og mjög vel látinn. Hann veiktist af holdsveiki, varð að fá sér aðstoðarprest 1802, fluttist 1803 að Syðra Skógarnesi, en 1809 að Borgarholti.

Kona (24. júní 1794): Guðríður (f. í nóv. 1775) Jónsdóttir Hólaráðsmanns, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Benedikt í Ytri Görðum, Valgerður átti Jón Torfason í Skógarnesi. Guðríður ekkja síra Magnúsar átti (30. nóv. 1813) Jón hreppstj. Þórðarson frá Lágafelli, og bjuggu þau síðast í Syðra Skógarnesi (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.