Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Sigfússon
(um 1575–sept. 1663)
Prestur, skáld.
Faðir: Síra Sigfús skáld Guðmundsson á Stað í Kinn. Talið er, að hann hafi verið fyrst djákn á Reynistað, síðan skrifari Guðbrands byskups; víst er það, að hann er orðinn prestur 1599, hefir líkl. verið kapellán að Hólum, en haldið hefir hann Reynistaðarprestakall tvívegis, fyrst skömmu eftir 1600 (um 1603–11), síðar um 1624 og enn 1626, en hefir verið kirkjuprestur að Hólum fyrir og eftir, virðist þó vera embættislaus 9. mars 1624, fekk Höskuldsstaði 1632, er talinn hafa látið af prestskap þar 1640, en það er naumast rétt, því að um 1646 eru þeir báðir prestar þar, hann og síra Gunnar Björnsson. Hann var talinn ágætur kennimaður og söngmaður. Hann var og skáldmæltur. Pr. er eftir hann síðasti sálmur í sálmabók Guðbrands byskups 1619, kvæði í Anatome Blefkeniana og í Tyrkjaráni sögufél. (sjá ella Lbs.). Ókv. og bl. (PEÓl. Mm.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur, skáld.
Faðir: Síra Sigfús skáld Guðmundsson á Stað í Kinn. Talið er, að hann hafi verið fyrst djákn á Reynistað, síðan skrifari Guðbrands byskups; víst er það, að hann er orðinn prestur 1599, hefir líkl. verið kapellán að Hólum, en haldið hefir hann Reynistaðarprestakall tvívegis, fyrst skömmu eftir 1600 (um 1603–11), síðar um 1624 og enn 1626, en hefir verið kirkjuprestur að Hólum fyrir og eftir, virðist þó vera embættislaus 9. mars 1624, fekk Höskuldsstaði 1632, er talinn hafa látið af prestskap þar 1640, en það er naumast rétt, því að um 1646 eru þeir báðir prestar þar, hann og síra Gunnar Björnsson. Hann var talinn ágætur kennimaður og söngmaður. Hann var og skáldmæltur. Pr. er eftir hann síðasti sálmur í sálmabók Guðbrands byskups 1619, kvæði í Anatome Blefkeniana og í Tyrkjaráni sögufél. (sjá ella Lbs.). Ókv. og bl. (PEÓl. Mm.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.