Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Pétursson
(– – 14. júní 1686)
Prestur, skáld.
Foreldrar: Pétur Gunnarsson á Víðivöllum og kona hans Halldóra Gunnlaugsdóttir í Leyningi, Ormssonar. Er orðinn Prestur í Meðallandsþingum 1628, fekk Kálfafell 1630, Þykkvabæjarklaustursprestakall 1640, bjó þar á Mýrum, Kirkjubæjarklaustursprestakall 1659 og hélt til æviloka. Fekk 1656 með öðrum umráð Hörgslandsspítala, en 1658 einn, fluttist að Hörgslandi 1661 og var þar til æviloka. Hafði og innheimtu byskupstíunda í Skaftafellsþingi til æviloka. Varð prófastur í Skaftafellsþingi 17. okt. 1636 og hélt því starfi einnig til æviloka. Hann var mikilhæfur maður, vel að sér, drykkfelldur til muna, svo að við lá, að hann missti prestskap vegna afglapa af þeim ástæðum (1659–60), kemur mjög við þjóðsögur, enda mjög hjátrúarfullur, stundum þunglyndur og jafnvel sturlaður á geðsmunum. Draumur eða vitran er víða í handritum til eftir hann. Hann var skáldmæltur; pr. er af kvæðum hans „Tyrkjasvæfa“ (í Tyrkjaráni Sögufél.); önnur kvæði hans eru í handritum í Lbs. og erlendum söfnum.
Kona 1: Margrét Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar.
Börn þeirra: Eiríkur, Tómas, líkl. einnig Guðrún átti Höskuld Ólafsson í Hlíð undir Eyjafjöllum, Höskuldssonar.
Kona 2 (1646): Sigríður Sigurðardóttir prests í Goðdölum, Jónssonar.
Börn þeirra: Pétur í Bakkakoti undir Eyjafjöllum, Margrét átti síra Bjarna Hallason á Kálfafellsstað, Björn (föðurfaðir Sigurðar fræðimanns Magnússonar á Hnappavöllum), Gunnlaugur í Holtum á Mýrum í Hornafirði, Þóra átti Guðmund Sigurðsson á Reynivöllum í Suðursveit, Guðrún átti Árna Sigurðsson, Hákonarsonar (Blanda IV; Saga Ísl, V; HÞ.; SGrBf.).
Prestur, skáld.
Foreldrar: Pétur Gunnarsson á Víðivöllum og kona hans Halldóra Gunnlaugsdóttir í Leyningi, Ormssonar. Er orðinn Prestur í Meðallandsþingum 1628, fekk Kálfafell 1630, Þykkvabæjarklaustursprestakall 1640, bjó þar á Mýrum, Kirkjubæjarklaustursprestakall 1659 og hélt til æviloka. Fekk 1656 með öðrum umráð Hörgslandsspítala, en 1658 einn, fluttist að Hörgslandi 1661 og var þar til æviloka. Hafði og innheimtu byskupstíunda í Skaftafellsþingi til æviloka. Varð prófastur í Skaftafellsþingi 17. okt. 1636 og hélt því starfi einnig til æviloka. Hann var mikilhæfur maður, vel að sér, drykkfelldur til muna, svo að við lá, að hann missti prestskap vegna afglapa af þeim ástæðum (1659–60), kemur mjög við þjóðsögur, enda mjög hjátrúarfullur, stundum þunglyndur og jafnvel sturlaður á geðsmunum. Draumur eða vitran er víða í handritum til eftir hann. Hann var skáldmæltur; pr. er af kvæðum hans „Tyrkjasvæfa“ (í Tyrkjaráni Sögufél.); önnur kvæði hans eru í handritum í Lbs. og erlendum söfnum.
Kona 1: Margrét Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar.
Börn þeirra: Eiríkur, Tómas, líkl. einnig Guðrún átti Höskuld Ólafsson í Hlíð undir Eyjafjöllum, Höskuldssonar.
Kona 2 (1646): Sigríður Sigurðardóttir prests í Goðdölum, Jónssonar.
Börn þeirra: Pétur í Bakkakoti undir Eyjafjöllum, Margrét átti síra Bjarna Hallason á Kálfafellsstað, Björn (föðurfaðir Sigurðar fræðimanns Magnússonar á Hnappavöllum), Gunnlaugur í Holtum á Mýrum í Hornafirði, Þóra átti Guðmund Sigurðsson á Reynivöllum í Suðursveit, Guðrún átti Árna Sigurðsson, Hákonarsonar (Blanda IV; Saga Ísl, V; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.