Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Pétursson

(21. nóv. 1818 – 14. dec. 1865)

. Bóndi, settur sýslumaður. Foreldrar: Pétur Jónsson á Óslandi í Hofshreppi í Skagafirði og kona hans Steinunn Þórarinsdóttir.

Hlaut góða menntun og varð afbragðs skrifari. Fluttist ungur til Vestfjarða. Settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1850 –51, eftir lát Erlends sýslumanns Þórarinssonar. Bóndi á Hesti í Hestfirði og á Saurum í Álftafirði. Drukknaði í Ísafjarðardjúpi með síra Daníel Jónssyni í Ögurþingum. Kona: Ingibjörg (d. 20. júní 1900, 77 ára) Jónsdóttir vinnumanns í Ólafsvík, Jónssonar (og Ásgerðar, d. 30. júní 1868, Gunnlaugsdóttur prests í Reynistaðarklaustri, Magnússonar). Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður, Steinunn átti Pál Andrésson á Svarthamri, Pétur í Æðey (fór til Vesturheims og dó þar 1893), Ásgeir í Lambadal og síðar í Önundarfirði, Þorgeir trésmiður á Ísafirði, Anna átti Guðmund Sumarliðason í Miðhúsum í Vatnsfjarðarsveit (BB. Sýsl.; SGrBf.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.