Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Pétursson

(2. júní 1710–30. júlí 1784)

Prestur.

Foreldrar: Pétur Þorsteinsson að Stóru Brekku í Fljótum, Eiríkssonar, og s.k. hans Ingibjörg Hallsdóttir að Reykjum í Flókadal, Tómassonar. Tekinn í Hólaskóla 1723, stúdent 1730, fekk Upsir 31. mars 1731, vígðist 24. júní s. á., fekk Miklagarð um mánaðamótin maí–júní 1743, Höskuldsstaði 5. júní 1748, fluttist þangað 1749 og hélt til æviloka. Hann var vel gefinn, en nokkuð undarlegur í skapi, jafnan fátækur. Hann hefir samið annál 1730–84 (sem birtast mun í Ann. bmf.); lýsing Höskuldsstaðasóknar eftir hann er í þjóðskjalasafni; þýðing (úr dönsku) á ævisögu Lúthers eftir B. Lindner, er í Lbs.

Kona (1732 eða 1733): Ásgerður (f. 6. maí 1709, d. 24. febr. 1802) Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Páll stúdent, Sigurður stýrimaður í Flensborg, síra Þorlákur að Þingeyraklaustri, síra Gunnlaugur að Reynistaðarklaustri, síra Jón að Borg, Hildur átti Benedikt stúdent Bogason að Staðarfelli, Margrét átti fyrr Ólaf að Haukagili Jónsson, Elín átti Jón á Hjallalandi Jónsson frá Vatnshorni, Egilssonar, Guðrún átti Jón Þorvaldsson á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, Ingibjörg átti Árna á Hróastöðum Þorbjörnsson skálds, Salómonssonar (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.