Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Pétursson

(16. og 17. öld)

Prestur,

Foreldrar: Síra Pétur Árnason í Hvammi í Hvammssveit og kona hans Guðrún Þórólfsdóttir á Brennisstöðum á Mýrum. Er orðinn prestur 1590, má vera í Skarðsþingum, og að Skarði kemur hann við skjöl 1592, síðar fekk hann Miðdalaþing, og þar er hann prestur 1603, bjó í Bæ, er á lífi 1630, talinn meðal þurfandi uppgjafapresta, verður óglöggt séð, hvort hann er enn starfandi prestur 1629.

Kona: Oddný, laundóttir Guðmundar Jónssonar að Hvoli í Saurbæ (hún hefir áður átt Jón Brynjúlfsson og verið skilin frá honum með dómi, vegna lausaleiksbrots hans).

Börn þeirra talin: Guðrún átti fyrr síra Jón Nikulásson í Hítarnesi, síðar síra Jón Jónsson að Hraunskarði, Helga átti Guðmund Þórðarson prests í Hjarðarholti, Brandssonar.

Launsonur síra Magnúsar (áður en hann giftist): Bjarni (Bps. Il; Alþb. Ísl.; HÞ.; SGrBI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.