Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Pálsson
(um 1614–6. júní 1682)
Prestur.
Foreldrar: Síra Páll Erasmusson kirkjuprestur í Skálholti og kona hans Halldóra yngri Árnadóttir á Grýtubakka, Magnússonar, Lærði í Skálholtsskóla, tekinn þaðan (líkl. ekki orðinn stúdent) og vígður snemma árs 1635 heimilisprestur að Reykhólum, hefir farið þaðan sumarið 1636 og setzt fyrst að í Skálholti, fekk Kálfholt 1638 og hélt til æviloka.
Kona: Guðrún eldri Magnúsdóttir að Háfi, Guðmundssonar.
Börn þeirra: Vigfús að Haugi í Flóa, Nikulás að Þverlæk, Magnús, Þorbjörg s.k. Jóns Magnússonar, Guðrún f.k. síra Þórðar Þorsteinssonar í Villingaholti, Kristín átti fyrr síra Bjarna Erlendsson í Kálfholti, síðar Erlend silfursmið að Ámóti Jónsson prests í Stórólfshvolsþingum, Þorsteinssonar, Halldóra s.k. Odds lögréttumanns Magnússonar í Haga og Sperðli, Páll bóndi á Skúmsstöðum, Katrín ógift og barnlaus (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Páll Erasmusson kirkjuprestur í Skálholti og kona hans Halldóra yngri Árnadóttir á Grýtubakka, Magnússonar, Lærði í Skálholtsskóla, tekinn þaðan (líkl. ekki orðinn stúdent) og vígður snemma árs 1635 heimilisprestur að Reykhólum, hefir farið þaðan sumarið 1636 og setzt fyrst að í Skálholti, fekk Kálfholt 1638 og hélt til æviloka.
Kona: Guðrún eldri Magnúsdóttir að Háfi, Guðmundssonar.
Börn þeirra: Vigfús að Haugi í Flóa, Nikulás að Þverlæk, Magnús, Þorbjörg s.k. Jóns Magnússonar, Guðrún f.k. síra Þórðar Þorsteinssonar í Villingaholti, Kristín átti fyrr síra Bjarna Erlendsson í Kálfholti, síðar Erlend silfursmið að Ámóti Jónsson prests í Stórólfshvolsþingum, Þorsteinssonar, Halldóra s.k. Odds lögréttumanns Magnússonar í Haga og Sperðli, Páll bóndi á Skúmsstöðum, Katrín ógift og barnlaus (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.