Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Pálsson

(6. sept. 1856–29. okt. 1923)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Páll gullsmiður og hreppstjóri að Meðalfelli og lengstum í Sogni í Kjós Einarsson (prests þar, Pálssonar) og kona hans Guðrún Magnúsdóttir skipherra í Stóru Vogum, Waages. Smiður ágætur, formaður og sláttumaður; lék hvert verk í hendi. Festi seint ráð sitt. Bjó síðast á nokkurum hl. Kirkjuvogs og nefndi Staðarhól og varð efnamaður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona: Kristín (f. 1877) Jósepsdóttir á Syðri Völlum á Vatnsnesi, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Þóra átti Guðmund lögregluþjón Jónsson í Rv., Guðrún átti Þórð Guðmundsson (Salómonssonar) í Höfn í Höfnum, Guðmundur dó uppkominn (Br7.; PZ. Víkingslækjarætt; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.