Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Ormsson
(26. dec. 1745–25. ágúst 1801)
Lyfsali.
Foreldrar: Síra Ormur Snorrason að Reyðarvatni og í. k. hans Guðlaug Árnadóttir smiðs, Arnórssonar, Kom ungur í fóstur til síra Gísla Snorrasonar í Odda, tekinn í Skálholtsskóla 1762, stúdent 13. maí 1766, með góðum vitnisburði, fór s. á. Í kennslu til landlæknis, varð síðan aðstoðarmaður Björns lyfsala Jónssonar í Nesi, veitti lyfjabúð hans forstöðu 1771–2, í utanför hans, og eftir það frá 1792, vegna veikinda hans, tók 30. júlí 1793 próf í lyfjafræði hjá landlækni, samkv. kanzellíbréfi 9. febr. s.á., fekk konungsleyfi 24. jan. 1794 til þess að stofna lyfjabúð hérlendis, var samt kyrr hjá Birni, var eftir lát hans settur 25. sept. 1798 eftirmaður hans, skipaður 16. ág. 1799, en fekk eftir beiðni sinni lausn frá þessu starfi 27. jan. 1801, með 20. rd. eftirlaunum um árið, vegna heilsubrests (geðbilunar), andaðist úr fótaveiki og bjúg, ókv. og bl. Talinn ráðsettur og reglubundinn, en lítt við alþýðuskap. Hann arfleiddi bróðurson sinn, Halldór lyfsalasvein Árnason í Nesi að eignum sínum (HÞ.).
Lyfsali.
Foreldrar: Síra Ormur Snorrason að Reyðarvatni og í. k. hans Guðlaug Árnadóttir smiðs, Arnórssonar, Kom ungur í fóstur til síra Gísla Snorrasonar í Odda, tekinn í Skálholtsskóla 1762, stúdent 13. maí 1766, með góðum vitnisburði, fór s. á. Í kennslu til landlæknis, varð síðan aðstoðarmaður Björns lyfsala Jónssonar í Nesi, veitti lyfjabúð hans forstöðu 1771–2, í utanför hans, og eftir það frá 1792, vegna veikinda hans, tók 30. júlí 1793 próf í lyfjafræði hjá landlækni, samkv. kanzellíbréfi 9. febr. s.á., fekk konungsleyfi 24. jan. 1794 til þess að stofna lyfjabúð hérlendis, var samt kyrr hjá Birni, var eftir lát hans settur 25. sept. 1798 eftirmaður hans, skipaður 16. ág. 1799, en fekk eftir beiðni sinni lausn frá þessu starfi 27. jan. 1801, með 20. rd. eftirlaunum um árið, vegna heilsubrests (geðbilunar), andaðist úr fótaveiki og bjúg, ókv. og bl. Talinn ráðsettur og reglubundinn, en lítt við alþýðuskap. Hann arfleiddi bróðurson sinn, Halldór lyfsalasvein Árnason í Nesi að eignum sínum (HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.