Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Oddsson

(um 1670–1748)

Prestur.

Foreldrar: Oddur (d. 1691) lögréttumaður Magnússon í Haga í Holtum, síðar að Sperðli í Landeyjum, og kona hans Halldóra Magnúsdóttir prests í Kálfholti, Pálssonar, Lærði í Skálholtsskóla, fekk Reynisþing 1696 og hélt til æviloka, bjó að Heiði.

Kona: Guðríður (f. um 1665) Bjarnadóttir prests í Meðallandsþingum, Sveinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Jón að Miðskála Bjarnason sýslumanns, Nikulássonar, Helga átti Svein Alexandersson í Holti á Síðu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.