Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Nordahl (Jónsson)

(5. júní [7. maí, Vita]– 1814–22. apr. 1854)

Prestur. Foreldrar; Síra Jón Magnússon í Norðurárdal og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir #sýslumanns að Svignaskarði, Ketilssonar (þau bræðrabörn). F. að Svignaskarði. Eftir að hafa lært hjá síra Búa Jónssyni og síra Gunnlaugi Oddssyni var hann tekinn í Bessastaðaskóla 1832, stúdent 1839 (70 st.). Vígðist 20. okt. 1839 aðstoðarprestur síra Sigurðar Thorarensen að Stórólfshvoli og fluttist með honum að Hraungerði, en missti þar prestskap 1841 fyrir of bráða barneign með konu sinni, enda hafði átt barn með annarri árinu fyrir. Fekk uppreisn 1843 og Sandfell 1844, Meðallandsþing 1852 og andaðist þar.

Þókti tregur til náms og ekki prestslegur í háttum.

Kona (1840): Rannveig (f. 1813, d. 1857) Eggertsdóttir prests í Stafholti, Bjarnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti fyrr Jón Jónsson á Söndum í Meðallandi, síðar Guðmund Loptsson sst., Skúli sýslumaður í Dalasýslu, Guðmundur í Elliðakoti í Mosfellssveit, Þórunn átti Jón Þórðarson að Úlfljótsvatni (og var sonur þeirra Magnús lagaprófessor), Kristín átti Þórarin Eiríksson á Flankastöðum. Ekkja síra Magnúsar átti síðar Gísla Magnússon í Rofabæ. Launsonur síra Magnúsar (með Ingibjörgu Jónsdóttur í Rv., 18. sept. 1840): Magnús (Vitæ ord. 1839; SGrBf.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.