Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Markússon
(um 1671–22. nóv. 1733)
Prestur.
Foreldrar: Síra Markús Geirsson að Laufási og kona hans Elín Jónsdóttir prests og skálds að Laufási, Magnússonar, Lærði í Hólaskóla, hefir orðið stúdent um 1692, verið síðan um hríð á Reynistað, fór utan 1698, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 2. nóv. s. á., var þar 2 ár, varð attestatus í guðfræði, heyrari í Skálholti 1701, fekk vonarbréf fyrir Holti í Önundarfirði 30. apr. 1701 og nýtti það aldrei, varð rektor í Skálholti 1702, fekk Grenjaðarstaði 13. apr. 1708 (konungsstaðfesting 11. jan. 1710), vígðist s. á., tók við staðnum samsumars og hélt til æviloka. Hann var af Lafrentz amtmanni 21. sept. 1734 talinn hafa verið til fyrirmyndar kennimönnum hérlendis bæði að lærdómi og lifnaði. Hann var talsvert riðinn við fornskjalauppskriftir Árna Magnússonar, meðan hann var í Skálholti; var hagmæltur (sjá Lbs.).
Kona (24. ág. 1710). Guðrún (f. 1677, d. 28. febr. 1716) Oddsdóttir klausturhaldara á Reynistað, Jónssonar.
Börn þeirra: Gísli byskup, Oddur klausturhaldari, sýslumaður og Hólaráðsmaður, Guðlaug átti síra Erlend Jónsson að Hrafnagili (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Markús Geirsson að Laufási og kona hans Elín Jónsdóttir prests og skálds að Laufási, Magnússonar, Lærði í Hólaskóla, hefir orðið stúdent um 1692, verið síðan um hríð á Reynistað, fór utan 1698, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 2. nóv. s. á., var þar 2 ár, varð attestatus í guðfræði, heyrari í Skálholti 1701, fekk vonarbréf fyrir Holti í Önundarfirði 30. apr. 1701 og nýtti það aldrei, varð rektor í Skálholti 1702, fekk Grenjaðarstaði 13. apr. 1708 (konungsstaðfesting 11. jan. 1710), vígðist s. á., tók við staðnum samsumars og hélt til æviloka. Hann var af Lafrentz amtmanni 21. sept. 1734 talinn hafa verið til fyrirmyndar kennimönnum hérlendis bæði að lærdómi og lifnaði. Hann var talsvert riðinn við fornskjalauppskriftir Árna Magnússonar, meðan hann var í Skálholti; var hagmæltur (sjá Lbs.).
Kona (24. ág. 1710). Guðrún (f. 1677, d. 28. febr. 1716) Oddsdóttir klausturhaldara á Reynistað, Jónssonar.
Börn þeirra: Gísli byskup, Oddur klausturhaldari, sýslumaður og Hólaráðsmaður, Guðlaug átti síra Erlend Jónsson að Hrafnagili (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.