Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Markússon

(27. nóv. 1858 – 20. okt. 1948)

. Skáld.

Foreldrar: Markús Árnason á Hafsteinsstöðum í Skagafirði og kona hans Filippía Hannesdóttir prests á Ríp, Bjarnasonar. Fór til Vesturheims 1886.

Átti lengst af heima í Winnipeg. Vann lengi hjá innflytjendadeild Kanadastjórnar; fekkst og við verzlunarstörf.

Íþróttamaður; hlaut þrívegis verðlaun í hlaupum og kappgöngu fyrr á árum. Ritstörf: Ljóðmæli, Wp. 1907; Hljómbrot, Wp. 1924; auk þess fjöldi ljóða í blöðum vestra. Kona 1 (1882): Helga Jónína (d. 1886) í Réttarholti, Hallssonar. Einkabarn þeirra dó ungt. Kona 2 (1890): Lárentína Mikaelína (d. 25. apr. 1912, 43 ára) Sigurðardóttir frá Kjarlaksstöðum á Fellsströnd, Guðbrandssonar.

Af börnum þeirra lifðu þrjú föður sinn: Guðfinna, Jónína (báðar giftar), Hannes (Alm. Ól. Þorg. 1949; Vestan um haf; 15).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.