Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Magnússon Hrútfjörð

(1803–2. maí 1876)

Skáld. Talinn í manntölum fæddur í Prestbakkasókn á Ströndum. Var utanlands 1827–8, þýddi þá 6 fyrstu þættina af sögu Þiðriks af Bern úr dönsku á ísl. (Lbs. 375, fol.).

Átti heima að Felli í Kollafirði fyrir og eftir utanförina. Bjó um tíma að Litla Fjarðarhorni.

Víða húsmaður í Kollafirði, síðast sveitlægur. Í Lbs. eru kvæði eftir hann.

Kona (1832): Guðrún Jónsdóttir (þá vinnukona að Stóra Fjarðarhorni).

Dóttir þeirra: Ingveldur (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.