Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Magnússon

(um 1766 –2. júní 1826)

. Bóndi. Foreldrar: Magnús ríki Bjarnason á Kolbeinsá í Hrútafirði og kona hans Helga (d. 15. jan. 1821, 85 ára) Bjarnadóttir á Hlaðhamri, Ögmundssonar. Hóf búskap í Snartartungu í Bitru um 1793; bjó síðan í Guðlaugsvík til 1804; fluttist þá á eignarjörð sína, Laxárdal í Hrútafirði, og bjó þar til æviloka. Meðhjálpari; góður búhöldur. Kona (27. ág. 1792): Steinunn (d. 20. júlí 1843, 79 ára) Jónsdóttir í Snartartungu, Krákssonar.

Frá þeim hjónum er rakin Laxárdalsætt; eru niðjar frá öllum (átta) börnum þeirra, sem upp komust, en þau voru: Jón á Kjörseyri, Guðmundur í Laxárdal, Magnús á Óspaksstöðum, Bjarni á Hömrum í Laxárdal, Helga átti Böðvar Guðmundsson á Sámsstöðum, Sigríður átti Jón Hallgrímsson í Laxárdal, Steinunn átti Svein Jónsson í Bakkaseli, Margrét átti Jóhann Ólafsson í Laxárdal (Kirkjubækur; FJ. Þjóðh.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.