Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Magnússon

(um 1669–í apr. 1720)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Jónsson að Kvennabrekku, síðar lögsagnari, og kona hans Guðrún Ketilsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Jörundssonar.

Fekk konungsveiting fyrir Hvammi í Hvammssveit 18. mars 1692, tók við staðnum vorið 1693 og hélt til æviloka, var prófastur í Dalasýslu frá 1699 einnig til æviloka, fekk vonarbréf fyrir Mel 2. mars 1709, en það prestakall varð ekki laust, meðan hann lifði. Talinn sæmilega lærður og góður járnsmiður.

Kona: Sigríður (f. um 1651, d. 1717) Jónsdóttir í Víðidalstungu, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Síra Jón að Setbergi, síðar í Selvogsþingum, Ástríður (henni gaf Árni prófessor, föðurbróðir hennar, eignir sínar hér á landi) átti síra Þórarin Jónsson í Hjarðarholti, Þórður gullsmiður, d. í Kh., Magnús komst í barneignarmál, heldur lánlítill, Rannveig d. ung (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.