Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Magnússon
(8. okt. 1756–28. júlí 1840)
Prestur.
Foreldrar: Magnús Magnússon í Stíflisdal, síðar að Kárastöðum í Þingvallasveit, og kona hans Helga Magnúsdóttir að Miðfelli í sömu sveit, Jónssonar. F. í Stíflisdal. Ólst upp frá því að hann var 1 árs hjá síra Magnúsi Sæmundssyni á Þingvöllum, og lét hann kenna honum undir skóla, tekinn í Skálholtsskóla 1774, stúdent 20. apr. 1780, og eru gáfur hans taldar í meðallagi í vitnisburðinum, var fyrst í þjónustu Einars Brynjólfssonar á Barkarstöðum, en síðar sumarið 1780 í þjónustu Jóns byskups Teitssonar, síðar ekkju hans, þá í 3 ár Jóns Hólaráðsmanns Árnasonar, fór að búa í Gröf á Höfðaströnd 1785, fekk Hvamm í Laxárdal 25. mars 1786, vígðist 25. júní s.á., fekk Glaumbæ 16. nóv. 1813, fluttist þangað 1814 og hélt til æviloka, andaðist úr lungnabólgu. Hraustmenni, hagur, fimur, vel látinn.
Kona 1 (15. sept. 1793): Málmfríður (d. 18. okt. 1803) Jónsdóttir að Hafragili, Guðmundssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón á Ögmundarstöðum, Ragnheiður átti Bjarna Jónsson á Halldórsstöðum, Magnús á Seylu, Páll að Ytri Mælifellsá, Málmfríður átti Hannes Árnason í Marbæli.
Kona 2 (16. maí 1805): Sigríður (f . um 1778, d. 24. júlí 1843) Halldórsdóttir á Reynistað, Vídalíns.
Börn þeirra, sem upp komust: Anna átti Jón alþm. Bjarnason í Eyhildarholti, síðast á Óspakseyri, Halldór hreppstjóri í Geldingaholti, Ragnheiður átti Guðmund Þorleifsson í Mánaskál, Einar á Húsabakka og í Krossanesi, Stefán í Stóru Gröf og á Silfrastöðum, Nikulás hreppstjóri á Halldórsstöðum, Bjarni d. 23 ára, ókv. og bl., Ingibjörg átti Þorleif Þorleifsson á Þorbrandsstöðum og víðar (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Magnús Magnússon í Stíflisdal, síðar að Kárastöðum í Þingvallasveit, og kona hans Helga Magnúsdóttir að Miðfelli í sömu sveit, Jónssonar. F. í Stíflisdal. Ólst upp frá því að hann var 1 árs hjá síra Magnúsi Sæmundssyni á Þingvöllum, og lét hann kenna honum undir skóla, tekinn í Skálholtsskóla 1774, stúdent 20. apr. 1780, og eru gáfur hans taldar í meðallagi í vitnisburðinum, var fyrst í þjónustu Einars Brynjólfssonar á Barkarstöðum, en síðar sumarið 1780 í þjónustu Jóns byskups Teitssonar, síðar ekkju hans, þá í 3 ár Jóns Hólaráðsmanns Árnasonar, fór að búa í Gröf á Höfðaströnd 1785, fekk Hvamm í Laxárdal 25. mars 1786, vígðist 25. júní s.á., fekk Glaumbæ 16. nóv. 1813, fluttist þangað 1814 og hélt til æviloka, andaðist úr lungnabólgu. Hraustmenni, hagur, fimur, vel látinn.
Kona 1 (15. sept. 1793): Málmfríður (d. 18. okt. 1803) Jónsdóttir að Hafragili, Guðmundssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón á Ögmundarstöðum, Ragnheiður átti Bjarna Jónsson á Halldórsstöðum, Magnús á Seylu, Páll að Ytri Mælifellsá, Málmfríður átti Hannes Árnason í Marbæli.
Kona 2 (16. maí 1805): Sigríður (f . um 1778, d. 24. júlí 1843) Halldórsdóttir á Reynistað, Vídalíns.
Börn þeirra, sem upp komust: Anna átti Jón alþm. Bjarnason í Eyhildarholti, síðast á Óspakseyri, Halldór hreppstjóri í Geldingaholti, Ragnheiður átti Guðmund Þorleifsson í Mánaskál, Einar á Húsabakka og í Krossanesi, Stefán í Stóru Gröf og á Silfrastöðum, Nikulás hreppstjóri á Halldórsstöðum, Bjarni d. 23 ára, ókv. og bl., Ingibjörg átti Þorleif Þorleifsson á Þorbrandsstöðum og víðar (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.