Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Magnússon

(5. júní 1872–4. sept. 1940)

Framkv.stjóri.

Foreldrar: Magnús Guðmundsson í Rv. og kona hans Margrét Pálsdóttir í Pálsbæ, Magnússonar. Réðst ungur í siglingar. Lauk stýrimannaprófi 1889. Var síðan stýrimaður og skipstjóri á þilskipum.

Lauk sjómannaprófi í Kh. 1900, en meira prófi í Kh. 1904. Kennari í stýrimannaskólanum 1900–15, en skipstjóri á sumrum.

Var í stjórn Alliances, frkvstj. í Defensor. Mikill íþróttamaður á yngri árum og af því oft kallaður #„lipri“.

Kona (1900): Ragnheiður Guðmundsdóttir að Ofanleiti í Rv., Sigurðssonar.

Dóttir þeirra: Halldóra átti Þórð hæstaréttardómara Eyjólfsson. Launsonur hans (með Karítas Ólafsdóttur að Mýrarhúsum, Guðmundssonar): Ásgeir útgerðarmaður (Ægir, 33. árg.; Br7. o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.