Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Magnússon
(1630–1. ág. 1704)
Sýslumaður.
Foreldrar: Magnús sýslumaður Jónsson í Haga og Miðhlíð og kona hans Þórunn Þorleifsdóttir Í „Búðardal, Bjarnasonar.
Lærði ekki í latínuskóla, fór utan 1648, komst þegar í þjónustu Hans yfirborgmeistara í Kh. Nansens, kom aftur 1651 (var hér snöggvast sumarið 1650), lögsagnari föður síns í Barðastrandarsýslu 1652–3, fekk hálfa Ísafjarðarsýslu 5. júlí 1653 og umboð þriggja konungsjarða í Barðastrandarsýslu, en hafði fengið Álptafjarðarog Aðalvíkurjarðir 3. okt. 1652, hélt þeim umboðum til 1692, en af sýslustörfum lét hann til fulls 1688 (raunar hafði hann misst með dómi 1663, vegna dóms um kaupmann einn, bæði sýslu og lén, en fekk hvort tveggja aftur með konungsbréfi 7. maí 1664), bjó á Eyri í Seyðisfirði frá því um 1653–4 til æviloka. Hann var fræðimaður, hefir samið Eyrarannál (pr.), Analecta juridica og jarðabók (í AM.), tínt saman dóma (sjá Lbs. 229, fol.); sumstaðar er honum eignuð grasabók og plánetubók, þótt ekki sé nú kunnugt um þetta.
Kona (23. okt. 1653, konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 18, júní s. á., Kaupmáli lækningabók, 4. okt. s.á.): Ólöf (f. um 1636, d. 7. okt. 1684) Guðmundsdóttir í Stóra Holti í Saurbæ, Ásmundssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón eldri á Eyri í Seyðisfirði, Ingibjörg átti síra Halldór Pálsson í Selárdal, Jón yngri lögréttumaður á Sveinseyri (Ann. bmf. Ill; Saga Ísl. V; BB. Sýsl.; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Magnús sýslumaður Jónsson í Haga og Miðhlíð og kona hans Þórunn Þorleifsdóttir Í „Búðardal, Bjarnasonar.
Lærði ekki í latínuskóla, fór utan 1648, komst þegar í þjónustu Hans yfirborgmeistara í Kh. Nansens, kom aftur 1651 (var hér snöggvast sumarið 1650), lögsagnari föður síns í Barðastrandarsýslu 1652–3, fekk hálfa Ísafjarðarsýslu 5. júlí 1653 og umboð þriggja konungsjarða í Barðastrandarsýslu, en hafði fengið Álptafjarðarog Aðalvíkurjarðir 3. okt. 1652, hélt þeim umboðum til 1692, en af sýslustörfum lét hann til fulls 1688 (raunar hafði hann misst með dómi 1663, vegna dóms um kaupmann einn, bæði sýslu og lén, en fekk hvort tveggja aftur með konungsbréfi 7. maí 1664), bjó á Eyri í Seyðisfirði frá því um 1653–4 til æviloka. Hann var fræðimaður, hefir samið Eyrarannál (pr.), Analecta juridica og jarðabók (í AM.), tínt saman dóma (sjá Lbs. 229, fol.); sumstaðar er honum eignuð grasabók og plánetubók, þótt ekki sé nú kunnugt um þetta.
Kona (23. okt. 1653, konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 18, júní s. á., Kaupmáli lækningabók, 4. okt. s.á.): Ólöf (f. um 1636, d. 7. okt. 1684) Guðmundsdóttir í Stóra Holti í Saurbæ, Ásmundssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón eldri á Eyri í Seyðisfirði, Ingibjörg átti síra Halldór Pálsson í Selárdal, Jón yngri lögréttumaður á Sveinseyri (Ann. bmf. Ill; Saga Ísl. V; BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.