Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Kristjánsson

(1. jan. 1883 – 30. ág. 1926)

. Kennari.

Foreldrar: Kristján (d. 26. júní 1899, 49 ára) Þorsteinsson á Hvoli í Mýrdal og kona hans Elín (f. 4. maí 1857) Jónsdóttir á Sólheimum (eystri), Þorsteinssonar. Stundaði nám í Flensborgarskóla 1906–08.

Lauk kennaraprófi í Rv. 1910.

Gerðist þá kennari við barnaskóla í Vestmannaeyjum. Bóndi í Drangshlíð undir Eyjafjöllum frá 1914 til æviloka. Vel gefinn, kappsfullur og vandvirkur í hverju starfi. Kona (30. okt. 1914): Guðrún (f. 11. nóv. 1887, d. 15. júlí 1952) Þorsteinsdóttir í Drangshlíð, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Kristján í Drangshlíð, Guðrún sst., Bjarni sst., Þorsteinn smiður í Rv., Högni í Rv. (Þ.7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.