Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Ketilsson

(um 1675–1709)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ketill Eiríksson á Svalbarði og kona hans Kristrún Þorsteinsdóttir prests að Eiðum, Jónssonar. Eftir lát föður hans tók Magnús Jónsson í Vigur hann að sér. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent 1696, hefir eftir það verið í Vigur og skrifað fyrir Magnús Jónsson árið 1698 Ny kgl. Saml. 1220, fol., og árið 1699 fyrra hl. Ny kgl. Saml. 1141, fol., vígðist 1700 (líkl. 3. mars) aðstoðarprestur síra Magnúsar Hávarðssonar á Desjarmýri og var það til æviloka.

Kona (um 1701): Herborg Magnúsdóttir prests á Desjarmýri, Hávarðssonar.

Börn * þeirra, sem upp komust: Margrét átti Jón Magnússon á Hámundarstöðum í Vopnafirði, Guðrún átti 2 launbörn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.