Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson, prúði

(um -1525–1591)

Sýslumaður, skáld.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Magnússon að Svalbarði og Í. k. hans Ragnheiður Pétursdóttir lögréttumanns í Djúpa Dal í Eyjafirði, Loptssonar. Er talinn hafa verið ungur að námi í Þýzkalandi. Var lögsagnari Páls bróður síns í Þingeyjarþingi, en hélt það að fullu 1556–63, bjó að Skriðu (Rauðaskriðu), fluttist vestur að Ögri 1565, en bjó í Bæ á Rauðasandi frá 1580 og til æviloka, var lögsagnari Eggerts Hannessonar í Ísafjarðarsýslu, meðan hann bjó að Ögri, en hélt síðan Barðastrandarsýslu til æviloka, enn á lífi 7. sept. 1591. Hann var mikilmenni, skörungur í héraðsstjórn, manna þjóðhollastur og mannkostamaður, vitur maður, lagamaður ágætur og skáldmæltur (sjá Lbs.), en pr. eru eftir hann rímur af Arnicus og Arnilíus, Heilbronn 1884, a. m. k. 1 sálmur í sálmábók Guðbrands byskups 1589; 13 fyrstu rímurnar af Pontus eru eftir hann í handritum (í innl. og úti. söfnum); orðskviða- eða málsháttasafn eftir hann er í Lbs.; þýðing hans á Fuchsbergers Dialectica í Lbs., en þýðing á Riedrers Rhetorica í AM.

Kona 1 (1550). Elín (d. 1564) Jónsdóttir í Dunhaga, Sturlusonar.

Ekki komst upp barn, er þau eignuðust.

Kona 2 (22. sept. 1565): Ragnheiður (f. um 1550, d. 6. ág. 1642) Eggertsdóttir lögmanns, Hannessonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón eldri sýslumaður, Ari sýslumaður að Ögri, Jón yngri dan á Eyri í Seyðisfirði (d. 11. jan. 1651), Björn sýslumaður í Bæ á Rauðasandi, Þorleifur sýslumaður að Hlíðarenda, Elín átti Sæmund sýslumann Árnason að Hóli í Bolungarvík, Guðrún átti Henrik sýslumann Gíslason að Hólmi, Kristín óg. og bl. (d. 1652), Katrín átti fyrr Bjarna Hákonarson í Klofa, Sesselja átti Ísleif Eyjólfsson í Saurbæ á Kjalarnesi, Ragnheiður átti Einar sýslum. Hákonarson í Árnesþingi. Launsonur Magnúsar (með Steinunni Eyjólfsdóttur): Eyjólfur (BB. Sýsl.; JÞork.Saga M. prúða, Kh. 1895; PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.