Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson, digri

(17. sept. 1637–23. mars 1702)

Bóndi og fræðimaður í Vigur.

Foreldrar: Síra Jón skáld Arason að Vatnsfirði og kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir. Var um tíma í Skálholtsskóla. Safnaði sögum, kvæðum og öðru eða skrifaði og lét skrifa upp (víða í innlendum og útlendum söfnum). Var og hagmæltur og stórauðugur.

Kona 1 (1662): Ástríður (d. 1719) Jónsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi); þau skildu með dómi 1675. Dætur þeirra: Þorbjörg átti Pál lögmann Vídalín, Kristín átti Snæbjörn (Mála-Sn.) Pálsson á Sæbóli. Magnús fekk leyfi til hjúskapar af nýju 1688.

Kona 2: 28 Sesselja Sæmundsdóttir að Hóli í Bolungarvík, Magnússonar; þau bl. Launsonur Magnúsar (með Guðbjörgu Jónsdóttur, móður Ólafs lögsagnara á Eyri): Sigurður í Vigur (Ann. bmf. III; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.