Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(– –4. maí 1662)

Prestur.

Foreldrar: Jón Eiríksson að Reykjarhóli í Fljótum, Magnússonar (aðrir segja: Tómassonar, og er líkl. rétt) og kona hans (Sigríður Þorleifsdóttir prests á Knappsstöðum, Sæmundssonar?). Má vera, að hann sé sá síra Magnús, sem er að Blöndudalshólum 1603 (styður og að því kvonfang hans), varð prestur um 1618, að Mælifelli um 1624 og hélt til æviloka. Talinn vel að sér og hagsýnn.

Kona 1 (d. fyrir 1630): Ingunn Skúladóttir á Eiríksstöðum, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Skúli í Goðdölum, Guðrún átti síra Þorstein Jónsson að Eiðum, Einar heyrari að Hólum.

Kona 2: Ingiríður (d. 7. dec. 1657) Jónsdóttir prests í Miklagarði, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Oddur lögréttumaður að Haga í Holtum, Ólafur lögréttumaður að Reykjarhóli, Jón að Sólheimum í Sæmundarhlíð, Ingunn átti síra Ara Guðmundsson að Mælifelli, Rafn, d. 1714, 84 ára (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.