Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Jónsson
(– – 1684)
Prestur, lögsagnari.
Foreldrar: Síra Jón Ormsson að Kvennabrekku og kona hans Jórunn Gísladóttir að Staðarfelli, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1654, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 7. júní 1655, varð þar attestatus í guðfræði, kom til landsins 1656, fekk Kvennabrekku 1657, eftir lát Íöður síns, vígðist 25. okt. 1657, missti prestskap vegna hórdómsbrots 1666, bjó eftir það á parti í Hvammi (og hafði Akur með), síðar að Sauðafelli, varð lögsagnari Bjarna sýslumanns Péturssonar í Dalasýslu 1681, var einn af þeim 4, sem kjörnir voru á alþingi 1683, til að fara á fund konungs til lagfæringar kaupsetningunni, kom aftur til landsins 1684, fárveikur, komst lifandi heim til sín að Sauðafelli og andaðist þegar.
Hann var maður skarpgáfaður og talinn einhver lögvitrasti maður á sinni tíð, en nokkuð kvenhollur, sem þeir frændur, og heldur drykkfelldur. Eftir hann eru í handritum ýmsar lagaritgerðir og Jónsbókarskýringar, t. d. um arfatökur, um stefnur, varnarþing o.fl. (sjá Lbs. og AM.). Hann var og skáldmæltur (sjá ÍRR. 87, 4to), og til voru eftir hann rímur af Katli hæng og gamanvísur (P. Víd.).
Kona: Guðrún (d. 1690) Ketilsdóttir prests í Hvammi, Jörundssonar.
Börn þeirra: Síra Jón í Hjarðarholti, síðar sýslumaður, Árni prófessor, síra Magnús í Hvammi í Hvammssveit, Þórður stúdent, Gísli d. ungur. Launsonur Magnúsar: Gunnar d. ungur (BB. Sýsl.; ÞP. Hist. litt.; HÞ.).
Prestur, lögsagnari.
Foreldrar: Síra Jón Ormsson að Kvennabrekku og kona hans Jórunn Gísladóttir að Staðarfelli, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1654, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 7. júní 1655, varð þar attestatus í guðfræði, kom til landsins 1656, fekk Kvennabrekku 1657, eftir lát Íöður síns, vígðist 25. okt. 1657, missti prestskap vegna hórdómsbrots 1666, bjó eftir það á parti í Hvammi (og hafði Akur með), síðar að Sauðafelli, varð lögsagnari Bjarna sýslumanns Péturssonar í Dalasýslu 1681, var einn af þeim 4, sem kjörnir voru á alþingi 1683, til að fara á fund konungs til lagfæringar kaupsetningunni, kom aftur til landsins 1684, fárveikur, komst lifandi heim til sín að Sauðafelli og andaðist þegar.
Hann var maður skarpgáfaður og talinn einhver lögvitrasti maður á sinni tíð, en nokkuð kvenhollur, sem þeir frændur, og heldur drykkfelldur. Eftir hann eru í handritum ýmsar lagaritgerðir og Jónsbókarskýringar, t. d. um arfatökur, um stefnur, varnarþing o.fl. (sjá Lbs. og AM.). Hann var og skáldmæltur (sjá ÍRR. 87, 4to), og til voru eftir hann rímur af Katli hæng og gamanvísur (P. Víd.).
Kona: Guðrún (d. 1690) Ketilsdóttir prests í Hvammi, Jörundssonar.
Börn þeirra: Síra Jón í Hjarðarholti, síðar sýslumaður, Árni prófessor, síra Magnús í Hvammi í Hvammssveit, Þórður stúdent, Gísli d. ungur. Launsonur Magnúsar: Gunnar d. ungur (BB. Sýsl.; ÞP. Hist. litt.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.