Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(í okt. 1731–29. okt. 1766)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þorvaldsson að Presthólum og kona hans Helga Sigfúsdóttir prests í Glæsibæ, Þorlákssonar. Lærði fyrst um hríð hjá síra Þorleifi Skaftasyni að Múla, tekinn í Hólaskóla 1745, stúdent 25. maí 1752, var síðan barnakennari 1 ár hjá Erlendi sýslumanni Ólafssyni, 2 ár hjá síra Birni Magnússyni á Grenjaðarstöðum, fór utan 28* 1755, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s. á., tók guðfræðapróf 22. mars 1759, með 2. einkunn, vígðist 20. jan. 1760 aðstoðarprestur síra Halldórs Hallssonar á Breiðabólstað í Vetsurhópi, þjónaði Víðidalstungusókn til æviloka.

Kona (26. ág. 1766). Ingibjörg Halldórsdóttir prests á Breiðabólstað, Hallssonar. Dóttir þeirra: Helga (f, 28. dec. 1766) átti Þorstein Sigurðsson á Sporði. Ingibjörg ekkja síra Magnúsar átti síðar síra Samson Sigurðsson (Vitæ ord.; HÞ, Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.