Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(um 1748–10. júní 1777)

Jarðyrkjumaður.

Foreldrar: Jón Ísleifsson í Selkoti undir Eyjafjöllum og kona hans Vigdís Magnúsdóttir að Rauðafelli, Brandssonar. Fór utan um 1769 til jarðyrkju- og kornyrkjunáms að tilhlutan hvatamanna að stofnun hins ísl. akuryrkjufélags. Kom aftur til landsins 1773 og hafði með sér áhöld nokkur. Þókti hinn efnilegasti maður og líklegur til afreka í kornræktartilraunum hér, en féll frá, áður en árangurs mætti vænta (BB. Sýsl.; Aldarminn. bf. Ísl. 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.