Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(um 1679–22. sept. 1702)

Rektor.

Foreldrar: Jón byskup Vigfússon að Hólum og kona hans Guðríður Þórðardóttir prests í Hítardal, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1698, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. sept. s.á., varð attestatus, kom til landsins 1699, heyrari í Skálholti 1699–1701, rektor þar veturinn 1701–2, drukknaði við Örfiriseyjargranda. Var vel að sér og prúður maður, skáldmæltur, og eru greind latínukvæði eftir hann, en munu nú glötuð. Ókv. og bl., en hefir verið trúlofaður Helgu Sigurðardóttur, systur Odds lögmanns (Saga Ísl. VI; JH. Skól.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.