Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(um 1611–9. febr, 1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Sigurðsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og fyrsta kona hans Guðrún Gísladóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Árnasonar. Lærði í Skálholtsskóla, fór utan 1634, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. nóv. s.á., var þar 2 ár, er talinn hafa vígzt (líkl. 17. maí 1640) prestur í Stórólfshvolsþing, fór utan s. á., við lát föður síns, fekk 12. júlí 1641 veiting fyrir Breiðabólstað í Fljótshlíð og lét þar af prestskap 1703, enda var hann kominn í kör og var blindur síðustu árin, Eftir hann er til (í Lbs. 1589, Svo.) þýðing á píslarpredikunum eftir Stefán Clatz.

Kona 1 (1641). Ragnhildur (f. um 1626, d. um 1677) Halldórsdóttir prests að Hruna, Daðasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón, Snorri í Akurey í Landeyjum, Björn í Kotmúla, Guðrún átti Guðmund Magnússon í Skarfanesi, Ingunn átti Þorstein Magnússon í Árbæ, Kortssonar, Kristín f. k. síra Vigfúsar Ísleifssonar að Felli í Mýrdal, Ragnhildur átti síra Gunnar Einarsson í Kálfholti, Auðbjörg óg. og bl., Guðný átti fyrr síra Bjarna Jónsson á Melum, síðar Jason Guðmundsson West, Guðfinna átti Ólaf Ólafsson í Miðkoti í Landeyjum.

Kona 2 (um 1681): Guðrún (f. um 1647, enn á lífi 1712) Sigmundsdóttir prests að Ásum, Guðmundssonar; átti 1 barn, er dó ungt (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.