Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(9. apr. 1830–26. maí 1907)

Bóndi.

Foreldrar: Jón Vigfússon í Gunnhildargerði og f.k. hans Sesselja Pálsdóttir í Heykollsstaðahjáleigu, Magnússonar. Bjó lengstum á Galtastöðum ytri í Hróarstungu. Búmaður góður, bjargvættur manna innan sveitar og utan. Gegndi ýmsum sveitarstörfum.

Kona 1 (1865): Ragnhildur (d. 1871) Eiríksdóttir á Vífilsstöðum, Bjarnasonar (frændkona hans); þau bl.

Kona 2 (1874): Guðlaug Sigfúsdóttir frá Sleðbrjót, Hallssonar. Af börnum þeirra komst upp: Sigfús á Galtastöðum (Óðinn XXXK; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.