Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(6. jan. 1809–18. maí 1889)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson á Grenjaðarstöðum og kona hans Þorgerður Runólfsdóttir. F. að Auðbrekku í Hörgárdal. Lærði hjá föður sínum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, stúdent 1832, með góðum vitnisburði. Stundaði síðan verzlunarstörf í Rv. 1 ár og kennslu í Eskifirði 3 ár.

Lagt var fyrir hann 17. jan. 1838 að vera prestur í Grímsey, vígðist 24. júní s.á., fekk Garð 1. ágúst 1841, fluttist þangað 1842, Ás í Fellum 11. nóv. 1851, fluttist þangað vorið 1852, varð aðstoðarprestur föður síns 1854, fekk það prestakall 15. febr. 1867, fekk þar lausn frá prestskap frá fardögum 1876, var síðast í Garði í Aðaldal og andaðist þar. Var hagmæltur, hneigður til náttúrufræða og lækninga, enda var hann orðlagður læknir. Ritstörf: Dr. Hjaltalín og vísindin, Ak. 1852; þýð, (með síra Jóni Austmann): B. Hirschel: Homöopaþisk lækningabók, Ak. 1882.

Kona (1840): Þórvör (d. 1872) Skúladóttir prests að Múla, Tómassonar.

Börn þeirra: Björn á Granastöðum, Jón Skúli kaupmaður í Kh., Sigfús fór til Vesturheims, Hildur mál- og heyrnarlaus (d. 1907), Ingibjörg átti Júlíus lækni Halldórsson í Klömbur (Bessastsk.; Vitæ ord. 1838; Andvari 1922; Ársrit fræðafél.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.