Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Jónsson

(4. dec. 1876 –S. sept. 1943)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón (d. 19. maí 1910, 73 ára) Ólafsson hreppstjóri á Sveinsstöðum í Þingi og kona hans Þorbjörg (d. 5. maí 1923, 81 árs) Kristmundsdóttir á Kolugili í Víðidal, Guðmundssonar, Var við búnaðarnám í Noregi laust eftir aldamót, stundaði plægingar hjá bændum, er heim kom. Gerðist síðan bóndi á Sveinsstöðum og bjó þar til æviloka. Bætti jörð sína mikið; reisti vandað íbúðarhús og önnur hús og gerði miklar túnbætur. Hreppstjóri í Sveinsstaðahreppi. Átti sæti í hreppsnefnd um skeið; sýslunefndarmaður; í stjórn Sparisjóðs Austur-Húnvetninga og endurskoðandi kaupfélags. Kona (14. júní 1907): Jónasína (f. 19. febr. 1883) Jónsdóttir í Hrísakoti á Vatnsnesi, Jónssonar. Börn þeirra: Jón fil. kand., fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Ólafur á Sveinsstöðum, Marsibil Gyða dó óg., Elísabet, Baldur á Hólabaki, Þorbjörg (Ýmsar uppl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.